Ég er byrjuð á nýjum MS lyfjum eftir að hafa verið laus við að sprauta mig í dágóðan tíma. En get því miður ekki verið án lyfja. Mér fannst það að þurfa að sprauta mig vera áminning um að ég væri veik og tók það því mjög nærri mér. Ég vorkenni mér ekki, heldur lít ég á þetta sem verkefni sem mér var gefið í lífinu og hef ég fundið fyrir óstjórnlegri þörf að gera eithvað meira við þetta verkefni mitt en bara að sprauta mig, og brosa út í lífið.
Við mamma sátum hérna við morgunverða borðið og ræddum um íslenska kerfið hvernig það "stendur" bak við fólk sem er að glíma við veikindi. T.d hvað með að fyrirbyggja sjúkdóma með hreyfingu og réttu mataræði, en það kostar. Svo í staðinn fyrir að fjármagna 600 þús til öryrkja í bílakaup, þegar flestir meiga ekki einu sinni keyra bíla, lækka þann styrk niðurí 450 þús í staðinn, styrkja fólk til hreyfingar, námskeið í heilsufæði og fleiri hugmyndir. Þegar ég lá inni á spítala vegna MS árásar þá spurði ég félagsráðgjafa hvort ég gæti fengið styrk til einhverrar líkamsræktar, svarið var "nei".
Það er eitthvað skrítið við þetta...
Næsta skref er að fólk átti sig á þessu, að með hreyfingu og réttu mataræði getum við læknað ansi margt, ekki allt, en margt og margt smátt gerir eitt stórt, t.d getur lækkað lyfja kostnað.
Hvernig er hægt að fá fólk til að líta á heilsu sem fjárfestingu þjóðar? Ef ég hef peninga til að kaupa mér hollan og hreystistrykjandi mat, kemst í nudd (það er mér ekki lúxus heldur nauðsyn) og líkamsrækt af einhverju tagi þá skilar það sér í vinnandi þjóðfélagsþegn í stað þjóðfélagsþegns sem er óvinnufær...kannski. Hugs hugs, hvað er hægt að gera svo stóra fólkið sem ræður öllu, fatti þetta og geri eitthvað nýtt og heilsuSKAPANDI.
En ég ætla fyrst að setja mér markið til að sigrast á því Róm var nú ekki byggð á einum degi :-)
Stefnan er tekin á það auka neyslu hráfæðis og stefni svo enn hærri og ætla að taka þátt í MS göngu í Bandaríkjunum til stuðnings fjáröflunar til að rannsaka þennan ævintýrlega einkennilega sjúkdóm.
Svo ég mun vera dugleg að láta ykkur vita hvernig hráfæðis göngu minni gengur sem og annri göngu :-)