Ég hef fengið spurningar upp á síðkastið; „Hvernig er að vera með MS, þú ert alltaf brosandi, það sést ekki á þér að þú sért veik, máttu alveg vera úti svona lengi, ertu ekki þreytt, er í lagi að þú drekkir?“
Þetta eru alveg skiljanlegar spurningar, en geta alveg tekið á sálina að þurfa að svara þessu nokkrum sinnum i mánuði og þurfa að útskýra afhverju ég er brosandi.
Auðvitað brosi ég, á ég að sitja heima hjá mér grátandi eða í þunglyndi, því ég er stundum veik? Það er erfitt að lýsa því hvernig, og hvað MS er. Því það er jafn breytilegt og margir eru með þennan skringilega skjúkdóm. Hjá mér er það að mestu leyti máttleysi í fótum. Tökum sem dæmi að standa í sturtu og ég finn heita vatnið renna niður líkaman, en fyrir neðan hné finn ég oft ekki að vatnið er þar, eða þá það er vont að vatnið snerti mig, þess vegna finnst mér oft gott að vera í baði því þá er vatnið ekki koma óþægilega við mig, erfitt að útskrýra. Stundum missi ég alveg mátt í fótum og þá bið ég um hjálp, en reyni fyrst að gera sjálf. Stundum fæ ég kvíða köst sem fylgja verkjunum og máttleysi í fótunum, hvað ef ég enda í hjólastól. Þá er það jákvæðni sem er styrkur að gefast ekki upp við neikvæðum hugsunum. Og ekki vorkenna mér, afhverju er þetta að ske fyrir mig? Afhverju ekki ég?
Svo stundum er ég hress og stundum er ég þreytt og veik, en það hjálpar mér ekki að sitja í party eða matarboði með vinkonum eða vinum og vera í fýlu eða tala um mér sé illt, eða skrifa facebook status hvert skipti sem mér líður illa eða er veik. Svo afhverju ekki brosa og sjá það jákvæða í því neikvæða, hvað er svona furðulegt við það?
Það er erfitt að vera veik, en það er erfiðara að vera jákvæð og veik. Og mér finnst ég standa mig rosalega vel í því að vorkenna mér ekki, ég fer út, ég fer út að dansa, vaki lengi eins og aðrir og Já ég hlæ kannski meira en aðrir en það er mitt meðal