Heilsuþjálfun

Wednesday, May 2, 2012

Ný markmið



Nýr mánuður er að byrja, þá er tilvalin tími að sitja sér ný markmið fyrir komandi vikur. 
Markmið í þessum mánuði er að fara út að hlaupa, já hlaupa, hef hingað til haldið mér við það að labba, en í fullri hreinskilni hef ég ekki verið nógu dugleg að hreyfa mig í apríl. Það hefur líka sýnt sig, hef staðið kyrr í þyngd og hef borðað aðeins meira en venjulega, þó aðalega haldið mér í hollustu. Mér leið svo vel eftir síðustu hreinsunar viku, að ég ætla að endurtaka leikinn. 


Ég ætla að hafa meiri grænmeti í orku hristingunum mínum og... "Tips ala Eva" vikunnar er; fyrir fólk sem býr eitt eða borðar vanalega ekki mikið spínat og tímir ekki að borga 599 kr fyrir spínat poka sem eyðileggst, liggur við daginn eftir, að fara á salat barinn í Hagkaup og kaupa sér spínat þar. Verðið á spínati í pokunum er, 2990 kr kg en verðið á kg í salat barnum er 1599 kr kg. Svo ég keypti mér lítið box með spínati og borgaði 190 kr fyrir, klárlega sátt með góð kaup. 
Þá er bara næst að búa til góðan play lista og æfa mig að hlaupa, eða meira svona skokka til að byrja með. 



No comments:

Post a Comment