Heilsuþjálfun

Sunday, March 18, 2012

At the End of the day - who you are is totally and completely up to YOU


Helgar eru fullar af hindrunum sem oft eru erfiðar að yfirstíga. Boð í fermingar, afmæli, brúðkaup, partý og ýmisleg herlegheit sem innihalda kökkur, brauðrétti, snakk eða fljótandi vökva fullan af áfengi og/- eða sykri.


Stundum hef ég tekið með mér sér mat, lítið box með salati í eða hráfæðis köku. Það er ekki til að vera ókurteis við gestagjafann... en ég er þáttakandi í veisluhöldum og með því að taka eitthvað sem ég tel vera gott fyrir mig get gætt mér á einhverju girnilegu með hinum gestunum án þess að gera sjálfri mér óleik ... eða bara hreinlega valið að smakka á kræsingum og labba í staðin 15 mínútum lengur en vanalega sama dag – og þá er bara verið að fá sér sýnishorn en ekki skófla í sig!!!


Sérstaklega er djammið staður þar sem maður hleður á sig caloríum. Þar er skálað í bjór og hvítvín, eða bullandi sykursætum blöndum og svo er nú oft fengið sér snakk með þessari drykkju. Oftast er svo er förinni heitið niður í bæ á laugardagskvöldi og þar heldur maður áfram að panta þér nokkra drykki og þegar ljósin kveikna á skemmtistaðnum er það fyrsta sem maður hugsar "ætli það sé löng röð á Hlöllabáta núna..." treður sér svo í 20 mínútna röð á Hlölla til að gæða sér á sveittum burger eða bát sem maður á ekki eftir að muna að hafa borðað... nema bara fyrir það eitt að vakna við hliðin á hálfkláruðum bát næsta morgunn...og það er bara fyrir lengra komna að læðast til að klára bátinn meðan aðrir henda synd sinni frá kvöldinu áður. Að þessu loknu er svo er hlammað sér fyrir framan sjónvarpið í algjöri þynnku og matarlist ekki til staðar fyr en um kvöldmatar leiti og er það eina sem kemur til greina er að panta eina Pizzu með pepparoni

Gerum núna smá, ekki svo nákvæman, útreikning á hversu miklum hita einingum meðal persónan hefur náð að innbyrgja á síðustu 24 tímum:
Bjór (250 ml) - 150 hitaeiningar Glas af hvítvíni (200 ml) - 120 hitaeiningar - 1 tequila skot - 100 hitaeiningar- Pizzu sneið með pepperoni 390 hitaeiningar - Hlöllabátur 760 hitaeiningar -100 ml Coca cola (100 ml) 43 hitaeingar

7 - Bjórar - 3 hvítvínsglös - 2 tequila skot - 1 Hlöllabátur - 3 Pizzu sneiðar - 3 glös af kóki
(Fer eftir hvernig áfengis tegund er verið að drekka... þetta er grófur útreikningur)
Ef þú drekkur bara þetta og borðar bara það sem ég tel hér upp fyrir ofan er manneskjan búinn að innbyrgja 3669 hitaeiningar eða um 2169 fleiri en á að gera daglega.

Svo hvernig hljómar þetta djamm núna ? Ekkert svo freistandi er það?

Frekar mæli ég með spinning með vinkonu á sunnudagsmorgni (vera búinn að ákveða að hittast kl 9 eða rétt fyrir spinning tíma eða bara fara í ræktina saman) og fá sér svo bröns á einhverjum stað sem býður upp á holla hressingu á viðráðanlegu verði - eða bara matbúa saman eitthvað létt og gott


1 comment:

  1. Oh hvað ég hefði vilja lesa þessa færslu á föstudaginn! Haha ;) En maður verður víst bara að lifa með syndum sínum og gera betur næst! :)

    Keep up the good work Eva! Þú ert ekkert smá hvetjandi :)

    ReplyDelete