Wednesday, March 28, 2012
Þunglyndi.
Þunglyndi. Í dag hefur umræðan um þunglyndi opnast mikið og fólk þarf ekki að vera feimið við að tjá sig um andlega vanlíðan.
Ég hef upplifað að þurfa að ganga í gegnum erfiða tíma og leitað mér hjálpar hjá lækni vegna þess að mér leið ekki vel andlega eða líkamlega, en það tengist mjög mikið hjá mér. Ef mér líður illa andlega þá skaðar það líkama minn því ég loka mig inni og borða meira en er ráðlagt er.
En það sem mér finnst ég hafa lent í er það sem heitir á ensku MATHC THE ILL TO THE PILL. Það er labba inn til læknis og þú segir aðeins frá sjálfum þér í fimm mínútur og labbar út með skammnt af þunglyndislyfjum. Hvernig er það hægt? Læknirinn vísaði mér á þessum tíma ekki áfram til sálfræðings eða geðlæknis, heldur afhenti mér þennan fína lyfseðil til að bæla niður tilfinningar mínar án þess að vita neitt um mig eða reyna að finna rót vandans. Ég fór í apótekið og fékk þessi fínu lyf í hendurnar og fór heim skellti þessari fínu hvítu pillu í mig og svei mér þá. þessi hvíta litla pilla bældi niður allar þessu slæmu hugsarnir. En hún tók líka smá af mér í burtu ég átti ennþá við sömu vandamál að stríða pillan bara leyfði mér að gleyma því.
Hér skal þó koma fram að ég er ekki á móti þunglyndislyfjum. Það er stórkostleg að það sé búið að finna upp lyf sem hjálpar fólki.
Það sem ég er að reyna að tjá mig um er hvernig við fáum þessar hvítu pillur. Afhverju er svona auðvelt að fá þunglyndslyf? „Þú ert leið/ur svo hérna fáðu þér pillu.“ Er þetta svona sem við kjósum að leysa vandamál?
Það hljóta að vera fleiri lausnir sem eru aðgengilegri við þunglyndi en eingöngu lyf – það verður að vera meiri samvinna á milli þeirra aðila sem fást við fólk með þunglyndi og upplýsingar um hvert maður getur leitað og aðstoð við að finna réttu lausnina. En það virðist vera þurfa að kunna eitthvað dulmál til að komast að hvað það er á þessu landi...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment