Heilsuþjálfun

Friday, March 23, 2012

The Only BAD workout is the one that doesnt happen


Það er gríðarlega mikilvægt að hafa gaman af líkamsrækt og finna þá líkamsrækt sem að hentar manni skiptir miklu máli svo það sé hvetjandi að fara af stað því það á ekki að vera pína. Ég hef notfært mér líkamsræktarstöðvarnar en sund, gönguferðir, hjólaskautar eða bara það sem kemur manni í gírinn...

Það hefur t.d. hjálpað mér að vera með „partner in crime“ eða manneskju sem hefur jafnmikin áhuga og ég að fara í ræktina. Við erum ófeimnar að prufa okkur áfram í opnum tímum sem er náttúrlega algjör snilld! Ég hvet fólk að mæta í opna tíma, stundum hentar þetta ekki og svo getur maður rekist á tíma sem henta það vel að manni hlakkar til að mæta í næsta.
Ég prufaði spinning um daginn og jú,jú góð brennsla en mér þótti þetta ekkert skemmtileg svo ég prufaði ég ZUMBA í dag og viti konur og menn! Ég er strax farin að hlakka til að komast aftur reyndar tróðu ég og félagi minn okkur aftast því við erum ekki alveg með bestu samhæfinguna en við náðum svona semí að fylgja þessu eftir. Okkur þykir nú ekki leiðinlegt að dansa svo þetta hentaði rosalega vel fyrir okkur og rosaleg góð brennsla.

Það þarf heldur ekki að vera hjá einkaþjálfara til að koma sér í rétta fromið þó ef maður er með fjárhag í það þá er það alltaf góð hvatning og maður lærir að beita sér rétt. En fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að vera hjá einkaþjálfara þá er fjarþjálfun góð og YOUTUBE. Á Jeb Youtube er hægt að finna ýmis myndbönd af æfingum og þar er manni kennt hvernig líkamstöðu á að vera í og hvernig æfing er best fyrir þann líkamshluta sem þú vilt helst einbeita þér að. 







No comments:

Post a Comment