Það sem mér hefur þótt erfiðast í þessari ferð minni að betri lífstíl, hefur verið að hætta að háma í mig þegar ég er leið því það var það sem ég gerði og var líka byrjuð að gera það þegar ég var glöð. Ég notaði mat til að bæla niður tilfinningar.
Því er það einn besti árangur minn, að hafa náð að lifa heilbrigðum lífstíl á erfiðustu tímum lífs míns og það hefur verið andskoti erfitt, ég ætla ekki að reyna að fegra þetta neitt hér.
Tíð MS köst, veikindi, fullt af nýjum hlutum að gerast. Lyf með ýmsum aukaverkum, barátta mín við að finna út úr því hvernig íslenska heilbrigðiskerfið virkar og hvernig kerfið hefur oft brugðist mér. Mér hefur þótt ég byrði fyrir fjölskyldu mínu með veikindum.
Ég hef lítið hjarta og tek þetta mjög mikið inn á mig. "Gamla" Evan, hefði lokað gluggatjöldum og pantað pizzu og borðað fullan nammi poka. En núna er það annars konar útrás sem ég fæ. Eins er ég betri að tjá mig við fólk, ekki setja upp grímu og segja ALLT ER ÆÐISLEGT, því svoleiðis er lífið bara ekki alltaf. Ég hef lært að tjá mig meiri við nánasta fólkið mitt. Ég skrifa líka mjög mikið til að finna út afhverju ég er leið, það kemur stundum mikið á óvart þegar ég byrja að skrifa, hver rót vandamálsins er. Annað sem ég geri er að fara með Ipod og út að labba, eða í ræktina, og eftir ég hætti að bæla niður tilfiningar mínar með mat hef ég oftar grátið, því veistu stundum er lífið bara andskotið erfitt og þá er gott að fella nokkur tár, bara svona á meðan horið fylgir ekki með til að skemma ekki „lúkkið“ Ég vil meina það að finna fyrir reði og sorg sé gott... í hófii.
Því er það einn besti árangur minn, að hafa náð að lifa heilbrigðum lífstíl á erfiðustu tímum lífs míns og það hefur verið andskoti erfitt, ég ætla ekki að reyna að fegra þetta neitt hér.
Tíð MS köst, veikindi, fullt af nýjum hlutum að gerast. Lyf með ýmsum aukaverkum, barátta mín við að finna út úr því hvernig íslenska heilbrigðiskerfið virkar og hvernig kerfið hefur oft brugðist mér. Mér hefur þótt ég byrði fyrir fjölskyldu mínu með veikindum.
Ég hef lítið hjarta og tek þetta mjög mikið inn á mig. "Gamla" Evan, hefði lokað gluggatjöldum og pantað pizzu og borðað fullan nammi poka. En núna er það annars konar útrás sem ég fæ. Eins er ég betri að tjá mig við fólk, ekki setja upp grímu og segja ALLT ER ÆÐISLEGT, því svoleiðis er lífið bara ekki alltaf. Ég hef lært að tjá mig meiri við nánasta fólkið mitt. Ég skrifa líka mjög mikið til að finna út afhverju ég er leið, það kemur stundum mikið á óvart þegar ég byrja að skrifa, hver rót vandamálsins er. Annað sem ég geri er að fara með Ipod og út að labba, eða í ræktina, og eftir ég hætti að bæla niður tilfiningar mínar með mat hef ég oftar grátið, því veistu stundum er lífið bara andskotið erfitt og þá er gott að fella nokkur tár, bara svona á meðan horið fylgir ekki með til að skemma ekki „lúkkið“ Ég vil meina það að finna fyrir reði og sorg sé gott... í hófii.
No comments:
Post a Comment