Heilsuþjálfun

Friday, March 16, 2012

If You Change nothing, nothing will change.


Margir hafa tekið eftir árangri mínum á síðustu mánuðum með að bæta heilsu mína þar sem ég var orðin hættulega þung og leið hreinlega ekki vel. Á þessum mánuðum hafa 30 kíló fokið og líðan mín er allt önnur Ég tók loksins þá ákvörðun að hætta að fást við „6 vikna kúrinn eða að taka mig á í 3 mánuði og enda svo í sama farinu aftur. Ég breytti um lífsstíl, leyfi mér einstaka sinnum að gæða mér á einhverjum „skít,“ en það er ekki til að verðlauna mig heldur er það frekar svona „félags.“
Ég hef verið spurð að því hvernig ég hafi farið að og það er engin töfralausn – það er bara einfaldlega að passa hvað maður borðar og oft hef ég notað setninguna „hvítt er skítt.“
Fyrstu þrjátíu kílóunum náði ég af mér með því að breyta mataræðinu og er fyrst núna að bæta við hreyfingu að einhverju marki. Það má því segja að þær staðhæfingar um að árangur í að léttast snúist að 70% um mataræði og að 30% um hreyfingu eigi við rök að styðjast, eða sú er mín reynsla.
Eitt af því sem ég hef passað mig á í þessari ferð minni að bættri heilsu og líðan er að ofbjóða ekki fólki í kringum mig með predikunum um heilsusamlegt mataræði eða dæma aðra í kringum mig eftir þyngd eða mataræði. Það er ekki mitt hlutverk að segja öðrum hvernig þeir eigi að haga sínu lífi, hver og einn velur fyrir sig.
Aftur á móti vil ég deila minni reynslu ef það getur verið hvatning fyrir aðra – því enginn vafi leikur á því að árangur annarra og frásagnir fólks af átökum við óhollan lífsstíl og slæmar matarvenjur hefur verið mér hvatning í leið minni að bættri heilsu

                                                        Árangur á síðustu 14 mánuðum




No comments:

Post a Comment