Heilsuþjálfun

Sunday, May 13, 2012

"Það sést ekki á þér að þú sért veik"






Ég hef fengið spurningar upp á síðkastið; „Hvernig er að vera með MS, þú ert alltaf brosandi, það sést ekki á þér að þú sért veik, máttu alveg vera úti svona lengi, ertu ekki þreytt, er í lagi að þú drekkir?“

Þetta eru alveg skiljanlegar spurningar, en geta alveg tekið á sálina að þurfa að svara þessu nokkrum sinnum i mánuði og þurfa að útskýra afhverju ég er brosandi.
Auðvitað brosi ég, á ég að sitja heima hjá mér grátandi eða í þunglyndi, því ég er stundum veik? Það er erfitt að lýsa því hvernig, og hvað MS er. Því það er jafn breytilegt og margir eru með þennan skringilega skjúkdóm. Hjá mér er það að mestu leyti máttleysi í fótum. Tökum sem dæmi að standa í sturtu og ég finn heita vatnið renna niður líkaman, en fyrir neðan hné finn ég oft ekki að vatnið er þar, eða þá það er vont að vatnið snerti mig, þess vegna finnst mér oft gott að vera í baði því þá er vatnið ekki koma óþægilega við mig, erfitt að útskrýra. Stundum missi ég alveg mátt í fótum og þá bið ég um hjálp, en reyni fyrst að gera sjálf. Stundum fæ ég kvíða köst sem fylgja verkjunum og máttleysi í fótunum, hvað ef ég enda í hjólastól. Þá er það jákvæðni sem er styrkur að gefast ekki upp við neikvæðum hugsunum. Og ekki vorkenna mér, afhverju er þetta að ske fyrir mig? Afhverju ekki ég?
Svo stundum er ég hress og stundum er ég þreytt og veik, en það hjálpar mér ekki að sitja í party eða matarboði með vinkonum eða vinum og vera í fýlu eða tala um mér sé illt, eða skrifa facebook status hvert skipti sem mér líður illa eða er veik. Svo afhverju ekki brosa og sjá það jákvæða í því neikvæða, hvað er svona furðulegt við það?
Það er erfitt að vera veik, en það er erfiðara að vera jákvæð og veik. Og mér finnst ég standa mig rosalega vel í því að vorkenna mér ekki, ég fer út, ég fer út að dansa, vaki lengi eins og aðrir og Já ég hlæ kannski meira en aðrir en það er mitt meðal 


Wednesday, May 2, 2012

Ný markmið



Nýr mánuður er að byrja, þá er tilvalin tími að sitja sér ný markmið fyrir komandi vikur. 
Markmið í þessum mánuði er að fara út að hlaupa, já hlaupa, hef hingað til haldið mér við það að labba, en í fullri hreinskilni hef ég ekki verið nógu dugleg að hreyfa mig í apríl. Það hefur líka sýnt sig, hef staðið kyrr í þyngd og hef borðað aðeins meira en venjulega, þó aðalega haldið mér í hollustu. Mér leið svo vel eftir síðustu hreinsunar viku, að ég ætla að endurtaka leikinn. 


Ég ætla að hafa meiri grænmeti í orku hristingunum mínum og... "Tips ala Eva" vikunnar er; fyrir fólk sem býr eitt eða borðar vanalega ekki mikið spínat og tímir ekki að borga 599 kr fyrir spínat poka sem eyðileggst, liggur við daginn eftir, að fara á salat barinn í Hagkaup og kaupa sér spínat þar. Verðið á spínati í pokunum er, 2990 kr kg en verðið á kg í salat barnum er 1599 kr kg. Svo ég keypti mér lítið box með spínati og borgaði 190 kr fyrir, klárlega sátt með góð kaup. 
Þá er bara næst að búa til góðan play lista og æfa mig að hlaupa, eða meira svona skokka til að byrja með. 



Thursday, April 5, 2012

MS - Ævintýri

Ég er byrjuð á nýjum MS lyfjum eftir að hafa verið laus við að sprauta mig í dágóðan tíma. En get því miður ekki verið án lyfja. Mér fannst það að þurfa að sprauta mig vera áminning um að ég væri veik og tók það því mjög nærri mér. Ég vorkenni mér ekki, heldur lít ég á þetta sem verkefni sem mér var gefið í lífinu og hef ég fundið fyrir óstjórnlegri þörf að gera eithvað meira við þetta verkefni mitt en bara að sprauta mig, og brosa út í lífið.

Við mamma sátum hérna við morgunverða borðið og ræddum um íslenska kerfið hvernig það "stendur" bak við fólk sem er að glíma við veikindi. T.d hvað með að fyrirbyggja sjúkdóma með hreyfingu og réttu mataræði, en það kostar. Svo í staðinn fyrir að fjármagna 600 þús til öryrkja í bílakaup, þegar flestir meiga ekki einu sinni keyra bíla, lækka þann styrk niðurí 450 þús í staðinn, styrkja fólk til hreyfingar, námskeið í heilsufæði og fleiri hugmyndir. Þegar ég lá inni á spítala vegna MS árásar þá spurði ég félagsráðgjafa hvort ég gæti fengið styrk til einhverrar líkamsræktar, svarið var "nei".

Það er eitthvað skrítið við þetta...

Næsta skref er að fólk átti sig á þessu, að með hreyfingu og réttu mataræði getum við læknað ansi margt, ekki allt, en margt og margt smátt gerir eitt stórt, t.d getur lækkað lyfja kostnað.

Hvernig er hægt að fá fólk til að líta á heilsu sem fjárfestingu þjóðar? Ef ég hef peninga til að kaupa mér hollan og hreystistrykjandi mat, kemst í nudd (það er mér ekki lúxus heldur nauðsyn) og líkamsrækt af einhverju tagi þá skilar það sér í vinnandi þjóðfélagsþegn í stað þjóðfélagsþegns sem er óvinnufær...kannski. Hugs hugs, hvað er hægt að gera svo stóra fólkið sem ræður öllu, fatti þetta og geri eitthvað nýtt og heilsuSKAPANDI.

En ég ætla fyrst að setja mér markið til að sigrast á því Róm var nú ekki byggð á einum degi :-)
Stefnan er tekin á það auka neyslu hráfæðis og stefni svo enn hærri og ætla að taka þátt í MS göngu í Bandaríkjunum til stuðnings fjáröflunar til að rannsaka þennan ævintýrlega einkennilega sjúkdóm.

Svo ég mun vera dugleg að láta ykkur vita hvernig hráfæðis göngu minni gengur sem og annri göngu :-)


Wednesday, March 28, 2012

Þunglyndi.





Þunglyndi. Í dag hefur umræðan um þunglyndi opnast mikið og fólk þarf ekki að vera feimið við að tjá sig um andlega vanlíðan. 

Ég hef upplifað að þurfa að ganga í gegnum erfiða tíma og leitað mér hjálpar hjá lækni vegna þess að mér leið ekki vel andlega eða líkamlega, en það tengist mjög mikið hjá mér. Ef mér líður illa andlega þá skaðar það líkama minn því ég loka mig inni og borða meira en er ráðlagt er. 

En það sem mér finnst ég hafa lent í er það sem heitir á ensku MATHC THE ILL TO THE PILL. Það er labba inn til læknis og þú segir aðeins frá sjálfum þér í fimm mínútur og labbar út með skammnt af þunglyndislyfjum. Hvernig er það hægt? Læknirinn vísaði mér á þessum tíma ekki áfram til sálfræðings eða geðlæknis, heldur afhenti mér þennan fína lyfseðil til að bæla niður tilfinningar mínar án þess að vita neitt um mig eða reyna að finna rót vandans. Ég fór í apótekið og fékk þessi fínu lyf í hendurnar og fór heim skellti þessari fínu hvítu pillu í mig og svei mér þá. þessi hvíta litla pilla bældi niður allar þessu slæmu hugsarnir. En hún tók líka smá af mér í burtu ég átti ennþá við sömu vandamál að stríða pillan bara leyfði mér að gleyma því. 

Hér skal þó koma fram að ég er ekki á móti þunglyndislyfjum. Það er stórkostleg að það sé búið að finna upp lyf sem hjálpar fólki. 

Það sem ég er að reyna að tjá mig um er hvernig við fáum þessar hvítu pillur. Afhverju er svona auðvelt að fá þunglyndslyf? „Þú ert leið/ur svo hérna fáðu þér pillu.“ Er þetta svona sem við kjósum að leysa vandamál? 

Það hljóta að vera fleiri lausnir sem eru aðgengilegri við þunglyndi en eingöngu lyf – það verður að vera meiri samvinna á milli þeirra aðila sem fást við fólk með þunglyndi og upplýsingar um hvert maður getur leitað og aðstoð við að finna réttu lausnina. En það virðist vera þurfa að kunna eitthvað dulmál til að komast að hvað það er á þessu landi... 



Sunday, March 25, 2012

Hugrekki

Orðið hugrekki heyri ég ekki oft.

Það er í raun synd að það sé ekki notað oftar því þetta er mjög fallegt orð og lýsandi fyrir svo margt.

Ég þarf hugrekki til að prufa nýja hluti. Það að mæta í ræktina 30 kg þyngri en ég er í dag, það krafðist hugrekkis fyrir mig, það að mæta í Zumba tíma sem er langt fyrir utan mitt þægindarsvið þarf hugrekki. Það þarf hugrekki að lýsa tilfingum sínum á netinu, að segja fólki hvernig manni líður í alvöru, að sækjast eftir því sem manni langar í eða dreymir um, hugrekki að berjast fyrir því sem maður trúir á.

Já, hugrekki er fallegt orð því þýðingin bakvið það og styrkurin sem aðilinn hefur safnað sér til að framkvæma eithvað sem þarf hugrekki í er fallegt. 

Ég sá mynd um daginn sem heitir "we bought a Zoo" þar er talað um 20 sek hugrekki, þá hefuru 20 sek til að safna í sig kjarki til að framkvæma. Mér finnst þetta góð hugmynd því oft þá flækjum við hlutina og getum verið marga daga að safna í okkur kjarki og hugrekki. Og þegar kemur af því þá var þetta í flestum tilfellum ekkert til að vera að fá kvíðahnút í magann yfir.

Safnið ykkur hugrekki til að framkvæma, það borgar sig oftast. 



Friday, March 23, 2012

The Only BAD workout is the one that doesnt happen


Það er gríðarlega mikilvægt að hafa gaman af líkamsrækt og finna þá líkamsrækt sem að hentar manni skiptir miklu máli svo það sé hvetjandi að fara af stað því það á ekki að vera pína. Ég hef notfært mér líkamsræktarstöðvarnar en sund, gönguferðir, hjólaskautar eða bara það sem kemur manni í gírinn...

Það hefur t.d. hjálpað mér að vera með „partner in crime“ eða manneskju sem hefur jafnmikin áhuga og ég að fara í ræktina. Við erum ófeimnar að prufa okkur áfram í opnum tímum sem er náttúrlega algjör snilld! Ég hvet fólk að mæta í opna tíma, stundum hentar þetta ekki og svo getur maður rekist á tíma sem henta það vel að manni hlakkar til að mæta í næsta.
Ég prufaði spinning um daginn og jú,jú góð brennsla en mér þótti þetta ekkert skemmtileg svo ég prufaði ég ZUMBA í dag og viti konur og menn! Ég er strax farin að hlakka til að komast aftur reyndar tróðu ég og félagi minn okkur aftast því við erum ekki alveg með bestu samhæfinguna en við náðum svona semí að fylgja þessu eftir. Okkur þykir nú ekki leiðinlegt að dansa svo þetta hentaði rosalega vel fyrir okkur og rosaleg góð brennsla.

Það þarf heldur ekki að vera hjá einkaþjálfara til að koma sér í rétta fromið þó ef maður er með fjárhag í það þá er það alltaf góð hvatning og maður lærir að beita sér rétt. En fyrir fólk sem hefur ekki efni á því að vera hjá einkaþjálfara þá er fjarþjálfun góð og YOUTUBE. Á Jeb Youtube er hægt að finna ýmis myndbönd af æfingum og þar er manni kennt hvernig líkamstöðu á að vera í og hvernig æfing er best fyrir þann líkamshluta sem þú vilt helst einbeita þér að. 







Tuesday, March 20, 2012

Stay Strong



Það sem mér hefur þótt erfiðast í þessari ferð minni að betri lífstíl, hefur verið að hætta að háma í mig þegar ég er leið því það var það sem ég gerði og var líka byrjuð að gera það þegar ég var glöð. Ég notaði mat til að bæla niður tilfinningar.

Því er það einn besti árangur minn, að hafa náð að lifa heilbrigðum lífstíl á erfiðustu tímum lífs míns og það hefur verið andskoti erfitt, ég ætla ekki að reyna að fegra þetta neitt hér.

Tíð MS köst, veikindi, fullt af nýjum hlutum að gerast. Lyf með ýmsum aukaverkum, barátta mín við að finna út úr því hvernig íslenska heilbrigðiskerfið virkar og hvernig kerfið hefur oft brugðist mér. Mér hefur þótt ég byrði fyrir fjölskyldu mínu með veikindum.
Ég hef lítið hjarta og tek þetta mjög mikið inn á mig. "Gamla" Evan, hefði lokað gluggatjöldum og pantað pizzu og borðað fullan nammi poka. En núna er það annars konar útrás sem ég fæ. Eins er ég betri að tjá mig við fólk, ekki setja upp grímu og segja ALLT ER ÆÐISLEGT, því svoleiðis er lífið bara ekki alltaf. Ég hef lært að tjá mig meiri við nánasta fólkið mitt. Ég skrifa líka mjög mikið til að finna út afhverju ég er leið, það kemur stundum mikið á óvart þegar ég byrja að skrifa, hver rót vandamálsins er. Annað sem ég geri er að fara með Ipod og út að labba, eða í ræktina, og eftir ég hætti að bæla niður tilfiningar mínar með mat hef ég oftar grátið, því veistu stundum er lífið bara andskotið erfitt og þá er gott að fella nokkur tár, bara svona á meðan horið fylgir ekki með til að skemma ekki „lúkkið“ Ég vil meina það að finna fyrir reði og sorg sé gott... í hófii.



 


Sunday, March 18, 2012

At the End of the day - who you are is totally and completely up to YOU


Helgar eru fullar af hindrunum sem oft eru erfiðar að yfirstíga. Boð í fermingar, afmæli, brúðkaup, partý og ýmisleg herlegheit sem innihalda kökkur, brauðrétti, snakk eða fljótandi vökva fullan af áfengi og/- eða sykri.


Stundum hef ég tekið með mér sér mat, lítið box með salati í eða hráfæðis köku. Það er ekki til að vera ókurteis við gestagjafann... en ég er þáttakandi í veisluhöldum og með því að taka eitthvað sem ég tel vera gott fyrir mig get gætt mér á einhverju girnilegu með hinum gestunum án þess að gera sjálfri mér óleik ... eða bara hreinlega valið að smakka á kræsingum og labba í staðin 15 mínútum lengur en vanalega sama dag – og þá er bara verið að fá sér sýnishorn en ekki skófla í sig!!!


Sérstaklega er djammið staður þar sem maður hleður á sig caloríum. Þar er skálað í bjór og hvítvín, eða bullandi sykursætum blöndum og svo er nú oft fengið sér snakk með þessari drykkju. Oftast er svo er förinni heitið niður í bæ á laugardagskvöldi og þar heldur maður áfram að panta þér nokkra drykki og þegar ljósin kveikna á skemmtistaðnum er það fyrsta sem maður hugsar "ætli það sé löng röð á Hlöllabáta núna..." treður sér svo í 20 mínútna röð á Hlölla til að gæða sér á sveittum burger eða bát sem maður á ekki eftir að muna að hafa borðað... nema bara fyrir það eitt að vakna við hliðin á hálfkláruðum bát næsta morgunn...og það er bara fyrir lengra komna að læðast til að klára bátinn meðan aðrir henda synd sinni frá kvöldinu áður. Að þessu loknu er svo er hlammað sér fyrir framan sjónvarpið í algjöri þynnku og matarlist ekki til staðar fyr en um kvöldmatar leiti og er það eina sem kemur til greina er að panta eina Pizzu með pepparoni

Gerum núna smá, ekki svo nákvæman, útreikning á hversu miklum hita einingum meðal persónan hefur náð að innbyrgja á síðustu 24 tímum:
Bjór (250 ml) - 150 hitaeiningar Glas af hvítvíni (200 ml) - 120 hitaeiningar - 1 tequila skot - 100 hitaeiningar- Pizzu sneið með pepperoni 390 hitaeiningar - Hlöllabátur 760 hitaeiningar -100 ml Coca cola (100 ml) 43 hitaeingar

7 - Bjórar - 3 hvítvínsglös - 2 tequila skot - 1 Hlöllabátur - 3 Pizzu sneiðar - 3 glös af kóki
(Fer eftir hvernig áfengis tegund er verið að drekka... þetta er grófur útreikningur)
Ef þú drekkur bara þetta og borðar bara það sem ég tel hér upp fyrir ofan er manneskjan búinn að innbyrgja 3669 hitaeiningar eða um 2169 fleiri en á að gera daglega.

Svo hvernig hljómar þetta djamm núna ? Ekkert svo freistandi er það?

Frekar mæli ég með spinning með vinkonu á sunnudagsmorgni (vera búinn að ákveða að hittast kl 9 eða rétt fyrir spinning tíma eða bara fara í ræktina saman) og fá sér svo bröns á einhverjum stað sem býður upp á holla hressingu á viðráðanlegu verði - eða bara matbúa saman eitthvað létt og gott


Friday, March 16, 2012

If You Change nothing, nothing will change.


Margir hafa tekið eftir árangri mínum á síðustu mánuðum með að bæta heilsu mína þar sem ég var orðin hættulega þung og leið hreinlega ekki vel. Á þessum mánuðum hafa 30 kíló fokið og líðan mín er allt önnur Ég tók loksins þá ákvörðun að hætta að fást við „6 vikna kúrinn eða að taka mig á í 3 mánuði og enda svo í sama farinu aftur. Ég breytti um lífsstíl, leyfi mér einstaka sinnum að gæða mér á einhverjum „skít,“ en það er ekki til að verðlauna mig heldur er það frekar svona „félags.“
Ég hef verið spurð að því hvernig ég hafi farið að og það er engin töfralausn – það er bara einfaldlega að passa hvað maður borðar og oft hef ég notað setninguna „hvítt er skítt.“
Fyrstu þrjátíu kílóunum náði ég af mér með því að breyta mataræðinu og er fyrst núna að bæta við hreyfingu að einhverju marki. Það má því segja að þær staðhæfingar um að árangur í að léttast snúist að 70% um mataræði og að 30% um hreyfingu eigi við rök að styðjast, eða sú er mín reynsla.
Eitt af því sem ég hef passað mig á í þessari ferð minni að bættri heilsu og líðan er að ofbjóða ekki fólki í kringum mig með predikunum um heilsusamlegt mataræði eða dæma aðra í kringum mig eftir þyngd eða mataræði. Það er ekki mitt hlutverk að segja öðrum hvernig þeir eigi að haga sínu lífi, hver og einn velur fyrir sig.
Aftur á móti vil ég deila minni reynslu ef það getur verið hvatning fyrir aðra – því enginn vafi leikur á því að árangur annarra og frásagnir fólks af átökum við óhollan lífsstíl og slæmar matarvenjur hefur verið mér hvatning í leið minni að bættri heilsu

                                                        Árangur á síðustu 14 mánuðum