Heilsuþjálfun

Sunday, March 25, 2012

Hugrekki

Orðið hugrekki heyri ég ekki oft.

Það er í raun synd að það sé ekki notað oftar því þetta er mjög fallegt orð og lýsandi fyrir svo margt.

Ég þarf hugrekki til að prufa nýja hluti. Það að mæta í ræktina 30 kg þyngri en ég er í dag, það krafðist hugrekkis fyrir mig, það að mæta í Zumba tíma sem er langt fyrir utan mitt þægindarsvið þarf hugrekki. Það þarf hugrekki að lýsa tilfingum sínum á netinu, að segja fólki hvernig manni líður í alvöru, að sækjast eftir því sem manni langar í eða dreymir um, hugrekki að berjast fyrir því sem maður trúir á.

Já, hugrekki er fallegt orð því þýðingin bakvið það og styrkurin sem aðilinn hefur safnað sér til að framkvæma eithvað sem þarf hugrekki í er fallegt. 

Ég sá mynd um daginn sem heitir "we bought a Zoo" þar er talað um 20 sek hugrekki, þá hefuru 20 sek til að safna í sig kjarki til að framkvæma. Mér finnst þetta góð hugmynd því oft þá flækjum við hlutina og getum verið marga daga að safna í okkur kjarki og hugrekki. Og þegar kemur af því þá var þetta í flestum tilfellum ekkert til að vera að fá kvíðahnút í magann yfir.

Safnið ykkur hugrekki til að framkvæma, það borgar sig oftast. 



1 comment:

  1. Datt óvart hérna inn og er búin að sitja föst við færslurnar þínar Eva. Virkilega aðdáunarvert og einstaklega hvetjandi, sér í lagi þetta frábæra hugarfar :)

    ReplyDelete